Sveppir eru um margt sérstæðar lífverur og því flokkaðir í sitt eigið ríki, svepparíkið.
Lengi vel voru þeir samt flokkaðir með plöntum enda við fyrstu sýn líkari þeim en dýrum.

Vörurnar okkar

Þrjár tegundir af Sveppagarðinum: Ástarvængir, Ostruvængir og Gulvængir

Hver vara inniheldur sveppamassa í plastpoka.

Sveppamassinn hefur verið að þroskast í myrkri í u.þ.b. 3 vikur og eftir að kassinn er opnaður og

sveppamassinn fær vatn, loft og ljós vex sveppaaldin út úr kassanum á viku til 10 dögum.

Ástarvængir

Inniheldur sveppamassa í plastpoka. Sveppamassinn er hinn eiginlegi sveppur, hann vegur um 1200 gr og er tilbúinn til blómstrunar.

Ostruvængir

Inniheldur sveppamassa í plastpoka. Sveppamassinn er hinn eiginlegi sveppur, hann vegur um 1200 gr og er tilbúinn til blómstrunar.

Gulvængir

Inniheldur sveppamassa í plastpoka. Sveppamassinn er hinn eiginlegi sveppur, hann vegur um 1200 gr og er tilbúinn til blómstrunar.

21-11-24-Eldstaedid-0135



Sveppræktunarfata

Er plastdós með leiðbeiningum utan á og götum sem búið er að setja öndunar-plástur yfir. Í fötunni eru leiðbeiningar og poki með sveppaþráðum.

Hér gefst fólki tækifæri til að nýta kaffikorginn sem fellur til á heimilum og/eða vinnustað og reyna fyrir sér í svepparæktun. Þetta hefur reynst afskaplega spennandi og vekur umtal á heimilum um kolefnisspor og nýtingu og mikil hrifning þegar vel tekst til.

Um okkur

Emmson Sveppir ehf. var stofnað í nóvember 2016. Magnús Magnússon er stofnandi fyrirtækisins og við rekstur þess starfar einnig Þorgerður S. Guðmundsdóttir. 

Magnús Magnússon er kvikmyndagerðamaður og húsasmíðameistari og hefur rekið húsgagnaverksmiðju. Hann hefur framleitt fjölda náttúrulífskvikmynda fyrir sjónvarp þar sem mikil áhersla er lögð á náttúruvernd. Magnús hefur einnig verið sjómaður og unnið hin ýmsu landbúnaðarstörf. 

Þorgerður S. Guðmundsdóttir er starfandi sérkennari við grunnskóla, með B.Ed. frá KHÍ með valgrein í líffræði og myndmennt og M.Ed gráðu frá KHÍ í uppeldis- og menntunarfræði.

Áhersla fyrirtækisins Emmson Sveppa ehf. hefur verið tvíþætt.  Tilraunir hafa verið í ræktun á nokkrum tegundum trjásveppa og framleiðslu á ostrusveppum.  Afurðir hafa verið seldar til Sölufélags garðyrkjumanna og þaðan til veitingastaða og lítilsháttar til verslanna. Fyrirtækið hefur svo staðið að fræðslu og fyrirlestrum um ræktun sveppa til eigin nota heima og þróað tvenns konar vörur þar að lútandi. Framleiddar eru ræktunardósir til þess að safna kaffikorgi heima og rækta sveppi og kassar sem kallaðir eru „Sveppagarðurinn“ og innihalda ræktaðan sveppamassa sem er tilbúinn til blómstrunar. 

Í Evrópu hafa frumkvöðlar unnið að því fræða um svepparækt víða í heiminum og gefið mörgum aðilum í þróunarríkjum tækifæri til þess að stofna sveppafyrirtæki. Magnús Magnússon hefur sótt fræðslu erlendis til þessara frumkvöðla og fyrirtækið notið stuðnings þeirra og þekkingu.