Upplýsingar

Megintilgangur fyrirtækisins er að breyta úrgangi í matvæli á skilvirkan og umhverfisvænan hátt og veita fræðslu um svepparækt til þess að stuðla að því að minnka kolefnissporið.

Ræktunin byggir á hugmyndafræði um hringrásarhagkerfi.  Með sveppaframleiðslu er verið að koma til móts við náttúruna og leitast við að nálgast heimsmarkmið Sameinuðu þjóðana í loftslagsmálum. Þegar áhyggjur eru af fæðuframboði og fæðuöryggi til framtíðar eru sveppaafurðir spennandi kostur, mikil næring er ræktuð á litlu svæði með umhverfisvænum hætti. Ostrusveppir eru nánast ekki til á almennum markaði á Íslandi og eru fluttir inn nær eingöngu til sölu til veitingahúsa.

Sveppirnir eru vítamín- og efnaríkir og henta því öllum sem fæða á þessum breytingartímum þar sem farið er að huga meira að grænmetisfæðu og draga úr neyslu dýraafurða.

Við framleiðslu ostrusveppa eru notuð áður notuð hráefni svo sem kaffikorgur, kaffihismi, hálmur, skógarafurðir, sojahismi og sjávarkalk.

Þegar við drekkum kaffi sem flutt er til landsins með miklu kolefnisspori notuð við aðeins innan við

1% af hráefninu og fer það svo að mestu leyti í urðun eða moltugerð. Flutt er inn um 4000 tonn af kaffi til landsins sem að mestu fer í urðun.

Úr einu kg af kaffikorgi næst af framleiða um 200-250 gr af ostrusveppum.

Kaffikorg til sveppaframleiðslu hjá Emmson Sveppum ehf. hefur verið safnað hjá nokkrum stórum fyrirtækjum.

Ástarvængir

Ostruvængir

Gulvængir

Með framleiðslu ostrusveppa er aukið við matvælaframleiðslu án þess að brjóta nýtt land og notast við vistvæna orku, rafmagn, heitt vatn og kalt vatn.

Engin aukaefni eru notuð!

Framleiðsla Emmson Sveppa ehf. fer fram í 40 feta aflögðum frystigámi en frystigámar hafa verið mikið notaðir erlendis þar sem þessi framleiðsla hefur náð fótfestu.

Leiðbeiningar um svepparæktun

Að rækta matarsveppi heima

Myndband frá Miss Mina, þar sem hún sýnir hvernig hún ræktar mismunandi tegundir af sveppum, þar á meðal ostrusveppi, ljónasveppi og fleiri.

Með því að nota tíu sett og stokka, hver mun vaxa hraðast? Og hverjir eru bragðgóðir? 

Rækta sveppi á einungis 8 dögum

Hver sem er getur ræktað sveppi með því að nota svepparæktunarsett.
Auðveld leið til að rækta sveppi heima, það eina sem þú þarft að gera er að taka hann úr kassanum og láta hann gera sitt. Sælkerisveppir eftir rúma viku!

Hvernig á að rækta sveppi úr settum - öll skrefin

Hann fer yfir uppsetningu, móðu, raka, uppskeru og sýnir hvernig ræktunin er á 2 vikna tímabili.

Ræktun sveppa í kaffikorg

Þegar er ræktaðir sveppir í kaffiúrgangi þarftu að huga að vatnsinnihaldinu. Það eru ekki allar kaffivélarnar sem framleiða rakan kaffiúrgang.

Rækta ostrusveppi heima, leiðbeiningar fyrir heimaræktunarfötu.

RotterZwam framleiðir ostrusveppi úr úrgangi í Rotterdam. Með því að nota kaffiúrganginn frá staðbundnum kaffihúsum í Rotterdam framleiða þeir ostrusveppi.